Alessi sigrar WORCS

Mike Alessi KTM keppti í fyrsta skipti í WORCS mótaröðinni um síðustu helgi, og gerði sér lítið fyrir og vann. Það voru ekki neinir byrjendur sem hann sigraði, heldur voru það kallar eins og Ty Davis, Mike Kiedrowski, Nate Woods og Lance Smail. Eftir að hafa tekið overall sigurinn sagði Alessi " Þetta er það efiðasta sem ég hef nokkur tíma gert ", og það mátti til sanns vegar færa fyrir aðra keppendur þar sem hjól sprengdu mótora, ökumenn lentu í tæknierfiðleikum, eða gátu einfaldlega ekki klárað erfiða brautina. Lokastaðan var svo þessi:

      1. Mike Alessi   
      2. Bret Melcalfe
      3. Ryan Hughes
      4. Bobby Garrison
      5. Lance Smail
      6. Russ Pearson
      7. Ricky Dietrich

Skildu eftir svar