Trialsæfingar

Gerð hefur verið lítil trialsbraut fyrir utan JHM sport og þar eru þrautir í nokkrum styrkleikum. Ætlunin er að stækka og þróa brautina í framtíðinni. Öllum trialsmönnum er velkomið að mæta og æfa grunnatriðin hvenær sem er. GasGas, Beta, Sherco, Montesa……enginn merkjarembingur, allir velkomnir. Nokkrir mættu i gærkvöldi og Reynir Jónsson og einhverjir fleiri ætla æfa sig á planinu eftir vinnu í dag föstudag. Endilega kíkið.     ÞK

Skildu eftir svar