Opin svæði um helgina

Sumarið er "komið" eins og allir sjá og hjólamenn farnir af stað. Jarðvegur er alls staðar blautur og við verðum því að fara mjög varlega til að skemma ekki fyrir okkur. Við höfum verið að taka stöðuna á brautum í nágrenni Reykjavíkur og það eru nokkur svæði sem mögulegt er að hjóla á um helgina, við misgóðar aðstæður þó.

Sólbrekkubraut – opið: Blaut og talsverð drulla víða en vel keyranleg fyrir þá sem vilja keyra braut. Opin um helgina og kort seld í Esso.

Bolaldusvæði – opið: Blautt og víða frost enn djúpt í jörðu. Hjörtur hefur í dag, fimmtudag,  verið upp frá með gröfu á ófrosnum svæðum og reynt að móta einfalda braut við gryfjurnar þannig að hægt sé hjóla á svæðinu. Þarna er hægt að hjóla en vinsamlegast haldið ykkur í farinu, alls staðar utan við það er drulla. Þetta er tilraun og það besta sem hægt er að gera í stöðunni.

Ólafsvík – opið: Sandbraut, blaut á köflum en vel nothæf. Hugsanlega verður farið í hana með gröfu fyrir helgina. Muna skilyrðislaust að kaupa kort í brautina á bensínstöð OLÍS.

Kleifarvatn – lokað: Við sóttum um það svæði í haust og fengum neitun þannig að þar er bannað að hjóla.

Selfoss – lokað.

Álfsnes – lokað.

Alls ekki fara í sandinn við Þorlákshöfn til að skemma ekki fyrir samningaviðræðum strákanna á staðnum um sandbraut rétt utan við bæinn.

Kveðja, Keli

Skildu eftir svar