Vefmyndavél

Magnús kaupir Gísla Jónsson

Magnús Kristinsson, eigandi Toyota og Hertz á Íslandi, hefur fest kaup á Gísla Jónssyni ehf. en seljendur fyrirtækisins eru Karl Jónsson og fjölskylda.
Gísli Jónsson ehf. er með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki er tengjast afþreyingu og mótorsporti á Íslandi.


 Má þar helst nefna Ski-doo snjósleða, BRP fjórhjól og sæþotur, Camp-let tjaldvagna og kerrur og Starcraft fellihýsi og pallhús.
Með kaupum Magnúsar á P. Samúelssyni (Toyota-umboðinu) nýverið fylgdi einnig umboð fyrir Yamaha öku- og mótortæki.

Leave a Reply