Íslenskir Trials ökumenn athugið !

Trialsstjarnan Steve Colley er væntanlegur til Íslands og verður með tveggja daga námskeið fyrir ökumenn 10 og 11 mars. Ástæðan fyrir komu hans er einföld; trials hefur margfaldast milli ára og þörf fyrir faglega kennslu orðin veruleg enda íslenskir ökumenn metnaðarfullir að ná almennilegum tökum á klifuríþróttinni. Eftir athugun kom í ljós að hægt var að nálgast slíka kennslu erlendis en það reyndist bæði dáldið kostnaðarsamt (ca 200 þús með öllu, flug, bíll, hótel, hjólaleiga, kennslan, bjór osfrv) og full tímafrekt fyrir marga. Því var brugðið á það ráð að semja við einhvern sem væri öllum hnútum kunnur í trials að koma á klakann að kenna okkur – og ákváðum að fyrst við værum að þessu að þá færum við bara alla leið og fengjum bara einn þann  

 besta í heimi. Steve Colley varð fyrir valinu og heldur sumsé tveggja daga námskeið 10 og 11 mars þar sem hann fer yfir undirstöðuatriði trials. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 10 manns. Allir eru hjartanlega velkomnir, Sherco kallar, GasGas kallar, Beta kallar…… Til að standa undir komu meistarans er verð á námskeiðið 22 þúsund fyrir báða dagana á mann. Staðfestingargjald er 8000kr. Einungis þeir sem hafa greitt það gjald teljast skráðir á námskeiðið. Námskeiðið hefur ekki enn verið auglýst opinberlega en verður það gert í Morgunblaðinu í komandi viku og auðvitað hér og nú á motocross.is. Nú þegar hafa 5 greitt staðfestingargjaldið, sem þýðir að þegar þetta er skrifað eru einungis 5 sæti laus. Nánari upplýsingar veittar gegnum netfangið spitfire@vortex.is  og í síma 8993139 á kristilegum tíma.


Reynir Jóns

Kveðja, Þórir

Skildu eftir svar