Allir út að hjóla …

… ef færðin leifir.  Nokkuð hefur borið á því að umhverfisnefnd VÍK berist athugasemdir við framgang vélhjóla í  ágrenni Reykjavíkur. Um er að ræða óþarft spól í blautum og viðkvæmum melum.  Almennt séð eru þessir  ánuðir ónothæfir fyrir enduró, en eins og tíðin hefur verið undanfarið hafa margir látið freistast og haldið á vit  leytu og drullu. Ekki nóg með að þetta framferði

 geri okkur erfitt fyrir í samskiptum við ríki og stofnanir heldur slitna hjólin
miklu hraðar en ella. Legur étast í sundur þegar sandkennd drullan treður sér
fram hjá þéttingum og keðjur og tannhjól taka út nokkra mánaða slit á einum
túr.

Á næstu dögum er spáð miklum  hlýjindum og rigningu á SV-horninu. Þetta eru
skelfilegar aðstæður fyrir okkur og slóðana okkar. Því beinum við þeim tilmælum
til þeirra sem hafa huga á því að skreppa í endurotúr að halda sig við
raflínuslóða og láta Mosfellsheiði, Hellisheiði og fjalllendið milli
Kleifarvatns og Grindavíkur eiga sig. Hér er tillaga að svæðum sem hægt er að
hjóla á í svona árferði:

Nýr raflínuvegur milli Reykjanesvita og Stapafells (liggur að Sandvík)
Ýtuslóði frá Eldvörpum að golfvelli Grindvíkinga (keyrt í austur meðfram
hraunkanntinum við Eldvörp áður en ýtuslóðin kemur í ljós).
Pípuvegir sem liggja að Bláa lóninu
Hraunið austan við Reykjanesvita hefur 10-15km af slóðum
Svæðið við Krýsuvíkurbjarg er fært
Línuvegurinn milli Straumsvíkur og Voga
Vegurinn inn að Höskuldarvöllum (ekki halda áfram, jörðin er mjög blaut)

Af Heklusvæðinu koma þær fréttir að vegir/slóðar á svæðið sé snjólausir/snjóléttir, en
fylgjast þarf með veðurspám því nauðsynlegt er að frost sé í jörðu. Hafið bak
við eyrun tilmæli Vegagerðarinnar.

Umhverfisnefnd

Skildu eftir svar