Aðalfundur VÍK nk. fimmtudag kl. 20.30

Ágætu félagar, aðafundur VÍK verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ á fimmtudaginn 23. feb. nk. kl. 20.30 eins og áður hefur verið auglýst. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri verður Gunnar Bjarnason.

Tveir stjórnarmenn munu víkja úr stjórn á aðalfundinum en það eru þeir Ingi Þór Tryggvason og Jóhannes Már Sigurðsson og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf. Við óskum því um leið eftir að heyra frá góðum mönnum og konum sem vilja koma að stjórn félagsins á komandi ári. Framundan er mikill uppgangur í sportinu og nóg af spennandi verkefnum.


Einnig væri mjög gaman að heyra frá öllum sem hafa áhuga á að standa við bakið á okkur í hinum ýmsu verkefnum s.s. við uppbyggingu á aksturssvæðum, mótahald, æfingar o.m.fl.

Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á vik@motocross.is og kynnt sér í hverju verkefnin felast.
Kveðja, stjórn Vík

Skildu eftir svar