Vel heppnaður félagsfundur VÍK

VÍK hélt sinn mánaðarlega félagsfund í síðustu viku. Um 25 manns mættu og nutu fróðleiks Inga McGrath, sem galdraði fram hvert stórmótið á fætur öðru upp á breiðtjald og sýndi okkur frægustu tilþrifin í sögu motocross og supercross – ásamt því að gefa okkur smá innsýn í glænýjan DVD disk – Great Outdoors 2005 – sem allir þurfa að eignast.  Stjórn VÍK þakkar Inga McGrath kærlega fyrir sitt framlag, sem og tæknimönnunum Arnari og Aroni Icemoto.    Stjórn VÍK

Skildu eftir svar