Vefmyndavél

Stelpukvöld í kvöld í Nitró

Jæja stelpur nú er komið að stelpukvöldinu okkar frá kl. 20:00-22:00 í kvöld. Endilega takið með ykkur vinkonur til að kynna þeim sportið. Við komum til með að sýna frá stelpukeppninni sem haldin var í Bretlandi núna í sumar, þar kepptu þrjár stelpur frá Íslandi og stóðu sig frábærlega. Einnig verðum við með kynningu á nýjum spennandi stelpuhjólum og barnahjólum.  Okkur langar einnig að fara yfir keppnisfyrirkomulag í sumar og sjá hversu margar ætla að keppa því að við stefnum að því að fá sér flokk fyrir stelpur.
Léttar veitingar í boði Nítró / Bílanaust. ATH. inngangur er hægra megin við aðalinngang, þið sjáið Kawasaki fánann þar. Sjáumst hressar, Tedda Nítró

Leave a Reply