Lög AÍH

Lög
Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.
1.     Nafn, heimili, tilgangur.

1)    Félagið heitir Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar.
2)    Heimili og varnarþing þess er í Hafnarfirði. 
3)    Félagið er aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) og sérsamböndum þess og Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar (ÍBH) og sérráðum þess, eftir því sem við á hverju sinni og er háð lögum þessara samtaka og ákvörðunum.
4)    Tilgangur félagsins er:
A)     Að hafa yfirstjórn með akstursíþróttum í Hafnarfirði.
B)     Að vinna að uppbyggingu akstursíþrótta í Hafnarfirði.

 

2.     Stjórn.

1)    Iðkendur hverrar íþróttagreinar mynda fjárhagslega sjálfstæðar deildir innan félagsins. Hver íþróttadeild kýs sér stjórn, sem annast daglegan rekstur hennar. Að öðru leyti lúta deildirnar sameiginlegri aðalstjórn félagsins, sem er æðsti aðili í málefnum þess milli aðalfunda.
2)    Málefnum félagsins er stjórnað af:
A)     aðalfundi félagsins,
B)     aðalstjórn félagsins,
C)     aðalfundum íþróttadeilda,
D)     stjórnum íþróttadeilda.
3)    Reikningsár félagsins er almanksárið.

 

3.     Aðalfundur.

1)    Aðalfundur félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess.
2)    Aðalfund sitja allir skuldlausir félagsmenn.  18 ára og eldri eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.
3)    Aðalfund skal halda í mars mánuði ár hvert.  Boða skal til aðalfundar með minnst 30 daga fyrirvara.
4)    Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi, skulu tilkynnt stjórn félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.
5)    Stjórn félagsins skal tilkynna dagskrá aðalfundar viku fyrir fundinn.
6)    Aðalfundur er löglegur, ef löglega hefur verið til hans boðað.
7)    Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis eftirtaldir:
A)     allir aðalmenn og varamenn í aðalstjórn félagsins.
B)     fulltrúar einstakra deilda, kjörnir á aðalfundum deildanna:
(1)  Rallýkross deild 10 fulltrúar,
(2)  Go-kart deild 10 fulltrúar,
(3)  Vélhjóla deild 10 fulltrúar,
8)    Frá deildum skulu tilnefndir jafn margir fulltrúar til vara.  Í upphafi aðalfundar skal liggja fyrir kjörbréf fulltrúa, sem atkvæðisrétt hafa, og getur hver fulltrúi aðeins farið með 1 atkvæði.
9)    Kjörgengir fulltrúar á aðalfundi eru allir skuldlausir félagar 18 ára og eldri.

 

4.     Aukafundur.

1)    Aukafund má halda, ef nauðsyn krefur eða ef 1/3 hluti aðila/félaga óskar þess.
2)    Alla boðunar- og tilkynningarfresti til aukafundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs þings.
3)    Fulltrúar á aukafundi eru þeir sömu og voru á næsta reglulegum fundi á undan og gilda sömu kjörbréf, nema einhver látist eða sé veikur.
4)    Á aukafundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðastjórn.
5)    Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

 

5.     Dagskrá aðalfundar.

1)    Aðalfundur. (helstu störf/dagskrá).
A)     Setning.
B)     Kosnir fastir starfsmenn.
C)     Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
D)     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs.
E)     Deildir gefa skýrslur.
F)     Umræða um skýrslur.  Afgreiðsla reikninga.
G)     Kosnar fastar nefndir.
H)     Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
I)       Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.
J)      Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
K)     Þinghlé.
L)      Nefndaálit og atkvæðagreiðslur um tillögur.
M)    Kosning stjórnar.
N)     Önnur mál.
O)    Fundargerð lesin.
P)     Fundarslit.
2)    Önnur ákvæði um aðalfund.
A)     Kosningar skulu vera leynilegar.
B)     Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn, en þó skulu þeir ekki sitja lengur en í fjögur ár í senn.
C)     Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða. 
D)     Fundur/þing getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram eftir að dagskrá þingsins var send út.

 

 

6.     Stjórn félagsins.

1)    Aðalstjórn skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Skulu þeir kjörnir á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.
2)    Í varastjórn skulu kosnir 3 menn. Auk þess eiga sæti í aðalstjórn formenn íþróttadeilda.
3)    Formaður boðar til funda í aðalstjórn, þegar hann telur nauðsynlegt, eða ef 2 stjórnarmenn óska þess. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á fundum aðalstjórnar.

 

7.     Starfssvið stjórnar.

1)    Aðalstjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir öllum eignum félagsins og markar stefnu þess í aðalatriðum í samráði við stjórnir íþróttadeilda. Aðalstjórn skal fylgjast með starfi íþróttadeilda og hafa eftirlit með fjárreiðum þeirra. Aðalstjórn skal skipa alla trúnaðarmenn félagsins aðra en fulltrúa í sérráð ÍBH, fulltrúa á aðalfundi sérráða ÍBH og ársþing sérsambanda ÍSÍ.
2)    Kaup og sala fasteigna félagsins er bundin samþykki aðalfundar.

 

8.     Íþróttadeildir, verkefni.

1)    Hver íþróttadeild innan félagsins skal hafa sérstaka stjórn og eigin fjárhag. Skal deildin sjá um sig sjálf fjárhagslega og hafa tekjur af félags- og æfingagjöldum deildarinnar, af ágóða íþróttamóta og öðrum fjáröflunum, sem hún tekur sér fyrir hendur í samráði við aðalstjórn félagsins. Allar meiriháttar fjárhagslegar ákvarðanir stjórna íþróttadeilda ber að leggja fyrir aðalstjórn til ákvörðunar. Stjórnir íþróttadeilda skulu hafa samráð við aðalstjórn og fá samþykki hennar til heimboða erlendra flokka og fyrir utanferðum flokka á vegum félagsins.
2)    Hver íþróttadeild skal halda gjörðabók um keppni og annað markvert, sem fram fer innan deildarinnar. Í lok hvers starfsárs skal það sem markverðast er dregið saman og tekið upp í sameiginlegri skýrslu félagsins.

 

9.     Aðalfundir íþróttadeilda.

1)    Aðalfundir íþróttadeilda félagsins skulu haldnir fyrir 20. nóvember ár hvert.
2)    Allir skuldlausir félagsmenn viðkomandi deildar, 18 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hennar.
3)    Til aðalfunda íþróttadeilda skal boðað með viku fyrirvara með opinberri auglýsingu og með auglýsingu, og eru þeir lögmætir, ef löglega er til þeirra boðað og minnst 15 félagsmenn mæta á fundi eða helmingur af löglegum félögum, ef þeir eru færri en 30.
4)    Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
A)     formaður íþróttadeildar setur fundinn,
B)     kosinn fundarstjóri og fundarritari,
C)     formaður flytur skýrslu deildarstjórnar um starfsemi á liðnu starfsári,
D)     gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og gerir grein fyrir fjárhag deildarinnar,
E)     kosin stjórn deildar.
(1)  formaður,
(2)  2 meðstjórnendur,
(3)  3 menn í varastjórn,
F)     kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
G)     önnur mál, sem fram kunna að koma.
5)    Á aðalfundi íþróttadeilda ræður meirihluta atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórnar skal vera skrifleg, nema aðeins sé stungið uppá jafnmörgum og kjósa skal og teljast þeir þá sjálfkjörnir. Séu atkvæði jöfn í stjórnarkjöri, skal kosið að nýju bundinni kosningu. 
6)    Vanræki íþróttadeild að halda aðalfund, skal aðalstjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.

 

10.  Stjórn íþróttadeildar.

1)    Stjórn íþróttadeildar skal skipuð 3 mönnum, formanni, ritara og gjaldkera. Skulu þeir kjörnir á aðalfundi íþróttadeildar til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Í varastjórn skulu kosnir 3 menn.
2)    Stjórnir íþróttadeilda skipa fulltrúa félagsins í sérráð ÍBH, á aðalfundi sérráða ÍBH og á fundi sérsambanda ÍSÍ.
3)    Stjórnir íþróttadeilda skulu hver á sínu sviði vinna að eflingu sinnar íþróttagreinar.

 

11.  Stofnun nýrra íþróttadeilda.

1)    Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrra íþróttadeilda innan félagsins, skal aðalstjórn félagsins taka þær til athugunar og leggja fyrir næsta aðalfund félagsins. Samþykki aðalfundur stofnun nýrrar íþróttadeildar, skal aðalstjórn félagsins sjá um undirbúning að stofnfundi samkvæmt ákvæðum laga þessara um aðalfundi íþróttadeilda.

 

12.  Félagatal.

1)    Sérhver íþróttadeild skal halda skrá yfir félagsmenn deildarinnar og er deildum skylt að senda aðalstjórn félagatalið árlega með ársskýrslu og reikningum deildarinnar. Fulltrúaráð skulu einnig halda félagatal. Félagsmenn utan íþróttadeildanna skulu skráðir í sérstakt félagatal, sem aðalstjórn heldur.

 

13.  Félagar.

1)    Meðlimir félagsins eru:
A)     Heiðursfélagar, sbr. 14. grein,
B)     Ævifélagar,
C)     Virkir félagar í íþróttadeildum,
D)     Aðrir félagar, skráðir hjá aðalstjórn.
2)    Félagar geta þeir orðið, sem æskja þess og hljóta samþykki meirihluta stjórnar félagsins eða þeirrar íþróttadeildar, er þeir óska að gerast félagar í. Úrsagnir skal senda skriflega til viðkomandi deildarstjórnar og skal öllum skyldum fullnægt svo hún verði tekin til greina.

 

14.  Heiðursfélagar.

1)    Heimilt er að kjósa heiðursfélaga félagsins, og skal tillaga þar um hafa hlotið samþykki aðalfundar eða aukaaðalfundar með atkvæðum 2 / 3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.
2)    Heiðursfélagar skulu aldrei vera fleiri en 10 samtímis og skulu hafa náð 45 ára aldri. Heiður þessi er sá æðsti, sem félagið veitir.

 

15.  Félags- og æfingagjöld.

1)    Aðalfundur félagsins ákveður lágmarks félagsgjald.
2)    Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda.
3)    Ævifélagar greiða til félagsins samkvæmt sérstakri ákvörðun aðalstjórnar.
4)    Aðrir félagar á skrá hjá aðalstjórn greiða félagsgjald samkvæmt ákvörðun stjórnar.
5)    Stjórnir íþróttadeilda ákveða upphæð félags- og æfingagjalda virkra félaga í íþróttadeildum og annast innheimtu þeirra.
6)    Þeir sem hafa greitt félagsgjöld yfirstandandi árs eru fullgildir félagar.

 

16.  Leggja félag niður.

1)    Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi.
2)    Til samþykktar þarf minnst 3/4 hluta atkvæða.
3)    Sé félagið lagt niður skulu allar eignir þess renna til Íþróttabandalags Hafnarfjarðar

 

17.  Lagasetning/lagabreyting.

1)    Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra.

 

18. Önnur ákvæði

1)    Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ (eins og við á).

 

 

 


Skildu eftir svar