Vefmyndavél

Harðfenni og ís ?

Ef einhverjir eru á ferðinni á hjóli, sleða,  jeppa eða öðrum farartækjum og finna harðfenni eða ís til að hjóla á, þá eru þeir hvattir til að skrifa tölvupóst á vefstjori@motocross.is og láta vita. Það er svo oft þannig að menn frétta aðeins of seint af góðu harðfenni, því veðrið á skerinu okkar er svo fljótt að breytast og annað hvort skapa eða klúðra fyrir okkur topp hjólafæri. Stöndum saman í að finna svæði, því það er bara meira gaman og meira öryggi í að fleiri séu á svæðinu ef eitthvað kemur upp á. Munið svo að spara ekki í því að kaupa ádrepara með snúru ef þið eruð að keyra á nagladekkjum, því það getur skipt öllu máli að hjólið drepi á sér þegar menn detta eða missa það frá sér. Læt hér fylgja með þessa mynd úr einum besta herðfennistúr sem við félagarnir höfum farið í, en hún er tekin á Skjaldbreið fyrir nokkrum árum. Þennan dag var ótrúlegt færi og farið mjög víða, t.d. Kvígindisfell, Botnsúlur og Ármannsfell.
Guðm.P. Vefstjóri

Leave a Reply