Heimsmeistarakeppnin í Trial

Albert Cabestani (Sherco) vann sinn fyrsta sigur í þriðju umferð heimsmeistarakeppninnar í Trial í Granada á Spáni um síðustu helgi.  Hann vann undanrásirnar með aðeins eitt refsistig og gaf ekki tommu eftir alla keppnina til keppinautanna Adam Raga (GasGas) og Toni Bou (Beta).  Cabes eins og hann er jafnan kallaður sagðist eftir keppnina vera sérstaklega ánægður með árangur liðsins þar sem þeir eru með alveg nýtt hjól frá grunni og hafa verið að bæta sig keppni fyrir keppni.  Úrslitin voru eftirfarandi:

 

Úrslit                                                   Stig

1 Albert Cabestany (Sherco)         3
2 Adam Raga (Gas Gas)               7
3 Toni Bou (Beta)                            12
4 Jeroni Fajardo (Gas Gas)          10
5 Takahisa Fujinami (Honda)       11
6 Doug Lampkin (Montesa)           14

Skildu eftir svar