Hæ stelpur !!

Hæ stelpur!!  Ég vil byrja á því að þakka þeim tæplega 30 stelpum sem komu á stelpufundinn hjá Nítró í gær.
Frábær mæting og frábært að sjá öll þessi nýju andlit (og gömlu að sjálfsögðu).
20 stelpur staðfestu skriflega um þáttöku í keppnum í sumar sem er alveg hreint ótrúlegur fjöldi 🙂
Stefnan er að sjálfsögðu að fá sér stelpuflokk í keppnum í sumar og ég held að með þessum fjölda verði það

 ekkert mál.
Munið að það er til spjallkorkur fyrir stelpur á motocross.is
Byrjið á því að skrá ykkur inn og farið síðan inn á spjallkorkinn og þar er sérstök spjallrás bara fyrir stelpur.
Endilega komum honum almennilega í gagnið til að við getum notað hann í sumar.
T.d ef einhverjar eru að fara að hjóla, vantar far eða hjólafélaga þá er þetta rétti vettvangurinn.
Stelpur stöndum saman!!!!   Kv. Tedda Nítró

Skildu eftir svar