Vefmyndavél

Frá Siv Friðleifsdóttur

Sælir VÍK-verjar. Þar sem málið er ykkur skylt vildi ég benda ykkur á að í dag og í gær hafa verið lagðar fram á Alþingi þrjár fyrirspurnir fyrir ráðherra, að minni hálfu, sem snerta ykkar mál.
Fyrirspurnirnar eru eftirfarandi:
http://www.althingi.is/altext/132/s/0309.html til umhverfisráðherra
http://www.althingi.is/altext/132/s/0322.html til viðskiptaráðherra
http://www.althingi.is/altext/132/s/0321.html til samgönguráðherra
Þessum fyrirspurnum verður svarað á Alþingi á næstu vikum en ekki er búið að ákveða nákvæma dagsetningu.
Hópur þeirra sem stundar torfæruhjólaakstur sér til ánægju hefur farið hratt vaxandi hin seinni ár án þess að

hugað hafi verið nægjanlega vel að umgjörð og aðbúnaði þessa sports.
Fyrirspurnirnar gefa því kærkomið tækifæri til að ræða málefni torfæruhjólamanna s.s. lög, reglur, æfingasvæði og tryggingavernd á Alþingi.
Þegar fyrirspurn er svarað á Alþingi er umræðan þ.a. fyrst fær fyrirspyrjandinn orðið en síðan svarar ráðherran. Eftir það mega allir alþingismenn sem svo kjósa taka til máls og tjá sinn hug. Að lokum fær fyrirspyrjandinn aftur orðið og að endingu ráðherrann. Eftir þessar umræður telst fyrirspurninni svarað. Hægt er að lesa umræðurnar um fyrirspurnirnar á vef Alþingis www.althingi.is skömmu eftir að þeim hefur verið svarað.
Þegar búið verður að ákveða hvenær fyrirspurnirnar komast á dagskrá mun ég koma því á framfæri á vefsíðunni www.siv.is og senda ábendingu til vefstjóra www.motocross.is.

Leave a Reply