Skil á leigusendum

Keppendur eru beðnir að gera skil á leigusendum strax í Moto.  Við fengum ekki alla senda til baka eftir Álfsnes og okkur vantar reyndar ennþá tvo senda frá þeirri keppni.  Þetta skapaði vandræði á Akureyri þar sem riðla varð dagskránni þar sem ekki var til nægur fjöldi senda.  Eftir Akureyri vantar okkur 9 senda og þá viljum við fá inn strax.  Það eru því alls 12 sendar í vanskilum.  Það segir sig sjálft að þetta getur ekki gengið svona


 áfram og verðum við því að endurskoða fyrirkomulag útleigu fyrir næsta sumar.  Að öllum líkindum munum við taka niður VISA númer sem tryggingu og taka út kaupverð sendis ef keppendur skila ekki sendum innan þriggja daga frá keppni.  Viðkomandi keppandi mun þá eignast sendinn og getur þá ráðstafað honum að eigin vild.

 Kveðja, Tímaverðir

Skildu eftir svar