Everts vinnur drullukeppnina í Gaildorf

14. umferð heimsmeitarakeppninar í Motocross fór fram um síðustu helgi í Gaildorf Þýskalandi. Þessi keppni verður lengi í minnum höfð, og minnti mest á Álfsneskeppnina hér heima. Rigning og fleiri tonn af drullu settu svip sinn á umferðina og brautin fór öll í hengla á fyrstu mínútunum. Það varð strax hálfgerð enduro stemmning og allir hugsuðu um að reyna að klára.  Það er skemmst frá því að segja að Everts varð fyrstur overall á Yamaha, annar varð Steve Ramon á KTM og þriðji Josh Choppins á Hondu.
Hér eru nokkrar myndir.

Skildu eftir svar