Sólbrekka Opin munið dagpassana í ESSO

Í seinustu viku grjóthreinsaði 20 tonna beltagrafa alla Sólbrekku brautina. Núna um helgina var svo 30 tonna jarðýta alla helgina við að slétta brautina og hreinsa svæðið í kring um brautina. Talsverð vinna er enn eftir við umhverfi brautarinnar þó að mikið sé búið. Við viljum biðja menn og konur að vera á varðbergi með okkur að passa að allir séu með miða á hjólunum. Ef þú greiðir en ekki næsti maður þá ert þú einfaldlega að greiða fyrir hans afnot, ef við pössum öll að allir greiði þá verður hægt að halda áfram að byggja brautina upp. Miðarnir fást í ESSO. kv Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar