Gleraugna pistill

Nú er það þannig að bæði Selfoss keppnin og Álfsnes keppnin um helgina voru alvöru drullukeppnir og við svoleiðis aðstæður er ekki óalgengt að maður hendi frá sér hlífðargleraugunum í hita leikssins!! Ég hef svo lent í því að maður röltir sér út í braut til að sækja gleraugun og þá eru þau ansi oft horfin…. Við þurfum að taka

 á því máli, annarsvegar er spurningin að leifa gleraugunum að liggja svo að keppandinn geti nálgast þau í rólegheitum eftir keppnina eða að flaggarar eða þeir sem taka upp gleraugun komi þeim til skila til keppnisstjórnar og eða ef þeir eru vissir um hver á þau þá að koma þeim til eiganda!
 
Sjálfur glataði ég Scott 89 gleraugum grænum með "Rip n Roll" systemi á selfossi auk þess sem ein scott Voltage með Rip n Roll systemi glötuðust á álfsnesi sá reyndar áðan að Oakley gleraugun sem ég ekki fann á laugardagin voru auglýst hér á vefnum þannig að ég þarf ekki að auglýsa eftir þeim….
 
þeir sem vita um þessi gleraugu mættu gjarnan hafa samband við mig í síma 822 6464 eða e-mail ragnar@benni.is
 
kveðja raggi

Skildu eftir svar