Minnum AFTUR á sendana

Við viljum minna keppendur á að setja sendana í hleðslu ekki síðar er NÚNA !
Keppendur sem eiga ekki senda eru áminntir um að leigja senda hjá Moto, Nethyl 1.
Það er hægt að koma við eða hringja í síma 586-2800, gefa upp keppnisnr og nafn og greiða kr 2500,
sendar verða síðan afhentir á staðnum fullhlaðnir eftir nafnalista.
Þessi háttur verður hafður á núna til að flýta fyrir hlutum á keppnisdag og keppendur eru líka vinsamlegast beðnir um að gleyma ekki að skila þeim aftur til tímavarðar á keppnisdag.
ATH AÐ EKKI VERÐUR TEKIÐ VIÐ GREIÐSLUM Á KEPPNISDAG FYRIR SENDANA.
Þeir sem ekki ganga frá leigunni fyrirfram geta ekki reiknað með því að fá leigða senda á keppnisdag.
Kveðja
Tímaverðir

Skildu eftir svar