Fréttatilkynning 8 af 8.

Nú eru aðeins 16 dagar í brottför. Það virðist vera sama við hvaða götumótorhjólamann maður talar við það veit enginn um neinn sem ætlar ekki að mæta. Miðað við þessi orð virðist eins og allir götuhjólamenn og konur ætli að mæta á Krókinn. Hvað varðar torfærumótorhjólamenn þá hefur aðeins eitt komist að hjá þeim


 og það var Klausturskeppnin sem haldin var á laugardaginn, en hvað
tekur við hjá þeim þegar strengirnir fara úr skrokknum er aldrei að
vita nema að fjölmennt verði úr röðum þeirra, en áætlað er að hópur
fari frá Gullfossi ef búið verður að opna veginn yfir Kjöl.
   Eins og áður sagði verða fréttatilkynningarnar tvær núna. Annars
vegar þessi og svo ferðaáætlun fyrir 16. júní ásamt hluta af dagskrá.

   Einnig hefur komið fram að ekki þurfi að stoppa í
Hvalfjarðargöngunum, en Olíufélagið ESSO mun borga gjaldið fyrir
hópaksturinn á milli 17,15 og 17,45. Í staðinn þökkum við boðið og
stoppum á ESSO bensínstöðvum á leiðinni norður í þessari ferð. Verði
einhver á öðrum tíma en þessum þá þurfa þeir að borga sjálfir ef þeir
ætla í göngin.
   Sýslumenn á leiðinni Reykjavík til Sauðárkróks hafa verið beðnir um
aðstoð ef þeir geta veitt hana vegna anna  á nokkrum stöðum þar sem
ástæða þykir og þörf er á aðstoð vegna slysahættu. Þess ber að geta að
umferð verður örugglega mikil 16. júní vegna langrar helgar og mikið er
um að vera á Norðurlandi (bíladagar á Akureyri og fl.).
   Í síðustu fréttatilkynningu var sagt frá nýju tjaldstæði, en ekkert
verður af því vegna þess að hestamenn á Króknum eru með mót þessa
helgi. Þess vegna verður tjaldað fyrir ofan bæinn  þar sem upphaflega
var lagt upp með að mótorhjóla-manna-tjaldborgin  ætti að vera, en þar
gilda almennar tjaldstæðareglur.
   Það er mér mikil ánæja að tilkynna að stjórn Sniglanna ákvað að gefa
öllum mótorhjólamönnum Íslands minnismerkið sem Heiðar Jóhannsson á
Akureyri er að gera til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa. Verkið
verður afhjúpað við hátíðlega athöfn sunnudaginn 19. júní kl. 14.00 við
Varmahlíð
, en það er hernaðarleyndarmál hver afhjúpar verkið.
   Undirbúningsaðilar ákváðu að lengja skráningu í keppnirnar til 5.
júní vegna þess að í sumar keppnirnar var hreinlega enginn skráður.
Þetta er sérstaklega götuspyrnan fyrir 25 ára gömul hjól og 50 ára
gömul hjól. Einnig eru fáir skráðir í drulluspyrnu og speedway, en
skráning fer fram á www.team-bacardi.tk þar er hægt að sjá myndir af
verðlaununum .
   Eins og fram hefur komið er ekki skipulögð nein sérstök dagskrá sem
þarf að greiða listamönnum fyrir til að skemmta okkur. Það sem við
gerum er að við skemmtum okkur og okkar fjölskyldum sjálf. Það er og
hefur alltaf verið besta skemmtunin, en fyrst og fremst það eru allir
mótorhjólamenn vinir og við skemmtum okkur þannig þessa helgi og allur
klúbba og tegundarígur er lagður til hliðar þessa helgi þetta er
fjölskylduskemmtun. Hálfum mánuði seinna er landsmót Snigla þar sem
tekið verður á bæði í rokki og “hægrihandarlyftingum”.
Með fyrirfram þökk fyrir góða mætingu og sýnum nú að mótorhjólafólk
getur skemmt sér saman og sýnt gestgjöfum okkar virðingu með góðri
umgengni. 

Hér er Ferðaáætlunin

Undirbúningsnefndin.

Skildu eftir svar