Aðsóknarmet á Motocross.is

Nú í maí hefur það gerst í fyrsta skipti að yfir 1000 manns heimsækja daglega Motocross.is eftir jafna og góða aukningu á heimsóknum. Met var slegið í aðsóknum á mánudaginn eftir Klausturs keppnina og þá heimsóttu 1999 manns vefinn. Áður hafði metið verið

 17. Maí með 1476 gesti.

Hver gestur skoðar að meðaltali 4,7 síður í hverri heimsókn, en á mánudaginn skoðaði hver gestur að meðaltali 8 síður

Þessar tölur gefa til kynna að motocross.is er um 20. mest sótti vefur landsins.
 
Flestir heimsækja vefinn milli klukkan 21 og 23 á kvöldin en einnig er kippur á heimsóknum í hádeginu.
 
91% prósent þeirra sem heimsækja vefinn eru staðsettir á Íslandi en
önnur lönd eru innan við 1% hvert. Í næstu sætum á eftir Íslandi eru
USA, Danmörk og Svíþjóð.

{mosimage}
 
Kær kveðja,
Starfsfólk Opex.is, hýsingaraðila motocross.is

Skildu eftir svar