Tímataka í keppnum 2005, sala á sendum

Eins og keppendur í motocross og enduro þekkja þá hefur verið notast við sinn hvorn tímatökubúnaðinn við keppnishaldið.  Annarsvegar búnað frá AMB í Hollandi í motocross og hinsvegar búnað sem Guðjón Magnússon smíðaði í enduro.  Fyrirkomulagið á rekstri beggja kerfa hefur haft sína kosti og galla sem ekki er ætlunin að

 rekja hér.  Fyrir komandi keppnistímabil hefur verið ákveðið að fara að
erlendri fyrirmynd og notast við búnaðinn frá AMB í báðum greinum.  Þó
verður gerð sú breyting að sendarnir sem hingað til hefur verið útdeilt
á hverri keppni fyrir sig verða í eigu keppenda og því ekki lengur á
ábyrgð mótshaldara.  Til þess að menn geti tekið þátt í keppni þurfa
þeir því að verða sér út um þennan búnað.  Það er annarsvegar hægt að
gera með því að kaupa notaðan eða nýjan sendi af MSÍ eða með því að
leigja hann á keppnisstað fyrir 2500 kr pr. keppni.  MSÍ hefur í þessu
skyni keypt einstaklings hleðslutæki fyrir alla senda í eigu
sambandsins og ganga þeir bæði fyrir 220 og 12 voltum (sjá mynd).  Sala
á notuðum sendum mun hefjast föstudaginn 22 apríl í versluninni MOTO. 
Verð á notuðum sendum verður 15.000 kr með hleðslutæki og festingum á
hjólið.  Verð á nýjum sambærilegum sendum er varlega áætlað 32.000 kr. 
Þess ber að geta að einungis 64 notaðir sendar eru í boði og gildir að
fyrstur kemur fyrstur fær.

 {mosimage}

Kveðja

Stjórn MSÍ

Skildu eftir svar