Smáauglýsingarnar

Eitthvað hefur borið á að mennn skrá inn auglýsingar sem ekki eru confirm – eraðar. Þegar menn setja inn auglýsingu og gefa þar upp e-mail adressu, er sendur póstur á þá adressu með confirm link sem auglýsandinn verður að smella á ( eða copera í vafra ) og opnast þá auglýsingasíðan þar sem sagt er að auglýsingin sé confirmeruð. Þetta er gert til að réttar e-mail adressur séu gefnar upp. Svo fær vefstjóri póst um að ný auglýsing bíði birtingar, og þegar hann staðfestir hana er hún birt í 60 daga, en það er gert til að menn sendi ekki inn margar eins auglýsingar.  Það eru fínar leiðbeiningar á ensku sem koma jafn óðum, en það stendur til að íslenska þær sem fyrst.
Vefstjóri.

Skildu eftir svar