Vefmyndavél

Salminen í miklu stuði

{mosimage}Það er sama hvað verður á vegi hans, grjót, sandur, leðja eða bestu ökumenn í USA,  Juha Salminen KTM  lætur erfiðustu keppnirnar í Bandaríkjunum líta út fyrir að vera auðveldar. Í GNCC í Georgíu tók hann fljótlega forystu  og Mike Lafferty á KTM ásamt Barry Hawk á Yamaha reyndu hvað þeir gátu að halda í við hann, en þegar yfir lauk


var Juha með mikla yfirburði og sigraði aðra GNCC keppni sína á ferlinum…. og 1500 aðra ökumenn.
" Mike var að keyra vel í byrjun, en svo var mér sagt að Barry Hawk væri að nálgast" sagði Juha. " ég reyndi að halda sama hraða alla hringina." Þótt að Juha hafi unnið leit ekki út fyrir að hann hafi verið að reyna það. Hawk leit út fyrir að vera svekktur " Þessir drengir fóru hratt af stað" sagði Hawk " Ég gerði mitt besta við að reyna að ná þeim  Ég finn að ég get unnið, en ég verð bara að hætta að gera mistök."

Leave a Reply