Gylfi Freyr Farinn í víking til USA

Gylfi er farinn til USA, hann verður þar í tæpa fimm mánuði, kappinn keppir um hverja helgi. Hann vinnur hjá við garðyrkjustörf á daginn með Brent nokkrum sem er við það að verða „Pro“ í motocrossi, félagarnir æfa mikið á kvöldin og keppa um hverja helgi, um helgina fóru þeir til Louisiana næstu helgi fara þeir til Florida og hina til Texas. Kappinn keppti í gær í Arena Crossi, við æfingu krassaði hann með þeim afleiðingum að hann rotaðist. En hann keppti um kvöldið C flokki og endaði 5 sæti. Brent keppti í Pro classa og endaði í 4 sæti. Gylfi sagði það frábæra tilfinningu að keyra fyrir fullri höll af fólki en áhorfendurnir voru hvorki meira né minna en 8000 manns. Á sunnudaginn ætluðu kapparnir að keppa utandyra í motocross keppni sem öllum þáttakendum úr Arena crossinu var boðið að taka þátt í. Ég sendi hér nokkrar myndir af kappanum í USA þar sjáið þið húsið sem hann býri í og félaga okkar Brent.
Mbkv. Þór Þorsteinsson


Skildu eftir svar