Vefmyndavél

Intermot 2004

SuperDuke

KTM Austurríki hefur stefnt að því undanfarið að halda inná götuhjólamarkaðinn. Á Intermot sýningunni í Þýskalandi í síðustu viku sýndu þeir fullbúið nýtt „naked bike“ KTM SuperDuke 990. Hjólið er 185kg með V2 LC-8 mótor 990cc sem skilar ca. 120 hestum með beinni innspýtingu. Hjólið fer í framleiðslu í Mars ´05 og fara fyrstu hjólin á markað í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Fyrsta 990 SuperDuke er væntanlegt til Íslands í Apríl. Skoðið Super Duke á www.superduke.com Á sama tíma mun Adventure 950 LC-8 hjólið koma í SuperMotard útfærslu enn SuperRace RC8 hjólið sem er 170 hestafla 180kg. ofurgræja er væntanlegt innan 2 ára. Á sama tíma og þessi hjól voru kynnt tilkynnti KTM að þeir munu á næsta ári keppa í MotoGP í 125cc og 250cc flokki með Red Bull KTM Racing. Á sýningunni var einnig að sjá nýja KTM 250 SXF hjólið sem Ben Townley #30 varð heimsmeistari á í MX2 flokknum nú í sumar. KTM 250 SXF kemur á markað sem 2006 árgerð og eru fyrstu hjólin væntanleg til landsins næsta sumar Júní / Júlí. Af öðrum fréttum frá KTM eru þeir að smíða LC-4 700cc Rally / Baja hjól sem mun keppa í næstu Baja keppni í USA. Hjólið er allt handsmíðað í keppnisdeild KTM og skilar 75 hestöflum er með 18 lítra tank og er ca. 140 kg. topphraði hjólsins er miðaður við 215 km. sem ætti að skila því á ca. 195 km. hraða í eyðimörkinni

Leave a Reply