Motocrossþáttur á Sýn á laugardaginn

Varði tók upp keppnina á Álfsnesinu og sauð saman hörku þátt sem verður sýndur á laugardagskvöldið. Þátturinn er 30 mín langur og fjallar að mestu um A flokkinn. Verið er að spá í hvort ekki sé grundvöllur fyrir að gera annan þátt í sumar, trúlega þá um síðustu umferðina, og svo kannski taka næsta sumar með trompi ef samningar nást. Gott framtak hjá Varða og félögum.

Skildu eftir svar