Fyrirspurn til Motocrossnefndar

Ég vill byrja á að þakka Moto-Cross nefnd og þeim einstaklingum sem staðið hafa að uppbyggingu á Sólbrekku, Álfsnesi og Akureyri í sumar. Frábærar brautir og mikil lyftistöng fyrir sportið. Einnig hafa strákarnir í Ólafsvík bætt sína braut og vona ég að þeir sem þar hafa verið að hjóla í sumar hafi keypt sig inn á brautina þannig að heimamenn fái klink í kassann til að halda áfram sinni vinnu. Þar sem Moto-Cross nefnd eru greinilega vinnuþjarkar og lítið fyrir skriftir langar mig að benda á og óska úrbóta er dagskrá Íslandsmeistarakeppna. Dagskráin og tímasetningar eru að breytast á milli keppna, er ekki æskilegt að halda alltaf sömu tímadagskrá. Annað sem þarf að bæta úr er það að hvergi kemur fram hverjir eru starfsmenn keppninnar. Hver er keppnisstjóri ? Hver er tímavörður ? Hver er brautarstjóri ? o.s.f.v. Þetta eru hlutir sem lítið mál er að laga og getur verið gott fyrir keppendur að vita enda er þetta varla neitt leyndarmál !!. Að lokum takk fyrir gott sumar „so far and keep up the good work“

með kveðju, Karl Gunnlaugsson

Skildu eftir svar