McGrath mætir í SteelCity

Það verður allt vitlaust í AMA Motocrossinu um næstu helgi í Steel City. RC þarf aðeins að ná 15 sæti í öðru hvoru mótoinu til að innsigla fimmta 250 titilinn í röð. Einnig er það Bubba Stewart sem jafnaði met RC í síðustu keppni með því að vinna 26 sigra í 125 flokknum, sem á þá núna góða möguleika á að slá það. Svo er það McGrath sem hætti atvinnumennsku í motocross og supercross í Janúar 2003 sem ætlar að mæta og taka þátt, en hann leggur mikið upp úr að það verði meira til skemmtunar heldur en að einhver alvara liggi þar að baki. Broc Hepler, spútnic maður tímabilsinns er svo á heimavelli og gaman að sjá hvort hann stenst álagið, þannig að stemningin verður gríðarleg.

Skildu eftir svar