Vefmyndavél

Tjaldstæði á Akureyri

Búið að er bóka tjaldstæðið á Húsabrekku (það sama og í fyrra) fyrir VÍK um næstu helgi í sambandi við Motocrosskeppnina á Akureyri 19. Júní. Þar er mjög góð aðstaða fyrir fólk, bæði sturtur og rafmagn fyrir tjaldvagna. Einnig er hægt að leigja sér lítil hús á svæðinu, síminn er 4624921.
Líklegt að að Eyjafjarðaleikarnir verðir endurvaktir með klassískum keppnisgreinum eins og Drumbakasti, Breakdanskeppni o.fl. Svo verður sjálfsögðu nóg um að vera á Akureyri á 17. Júní. Þannig að það er um að gera að taka sér frí þann 18. og mæta snemma með sólarvörn nr. 25 því Veðurklúbburinn á Dalvík er búin að spá þvílíkri blíðu fyrir norðan þessa helgi að annað eins hefur ekki sést…

Leave a Reply