Meira um útlendingaumræðuna á Ísl.móti

Mér finnst ég þurfa að leiðrétta rangfærslu í grein Guðjóns hér á motocross.is. Það er ekki rétt að það standi ekki stafur um það í MSÍ reglunum hvort leyfa eigi þáttöku útlendinga í mótum á Íslandi.Það er skýrt hveðið á um að handhafar FIM skýrteinis geta tekið þátt í keppnum sem eru haldnar undir hatti MSÍ. Það er heldur ekki rétt að það hafi

ekki verið hugsað út í það hvort að útlendingar mættu ekki taka þátt í

keppnum þegar reglur MSÍ voru samdar. Það voru þá þegar farnir að

keppa útlendingar í Vélsleðaíþróttum og þótti það gefa góða raun. Það

þótti því sjálfsagt að leyfa þáttöku útlendinga í keppnum hér þar sem

það þótti vera mikil lyftistöng fyrir mótorsportið. Hvað varðar

Íslandsmeistrartitillinn þá hefur hver og einn sína skoðun á því máli.

Ég ætla ekki að flíka minni en það er alveg ljóst að samkvæmt

núgildandi keppnisreglum þá er þáttaka útlendinga leyfileg í

Íslandsmóti á vegum MSÍ. Vissulega er það rétt að stefnt er að stofnun

sérsambands vélhjóla og vélsleðaíþrótta innan ÍSÍ en enn hefur ekki

orðið af því og engin dagsetning er í sjónmáli hvað það varðar.

Einnig vil ég benda á ákveðna mótsögn er í reglum ÍSÍ þegar kemur að

þáttöku útlendinga í Íslandmótum og virðist sérsamböndum vera

nokkurnvegin í sjáfsvald sett hvaða reglur þeir láta gilda um þess

hluti (t.d. eru þrír útlendingar leyfðir í hverju liði í körfubolta).

Ég hef því fulla trú á því (án þess að hafa kannað það sérstaklega) að

ef það verður vilji fyrir því hjá vélhjólamönnum að leyfa útlendingum

þáttöku í Íslandsmóti þá verði það leyft innan ÍSÍ.

Ég vil að lokum undirstrika það aftur að í sumar er keppt eftir reglum

MSÍ og kemur ÍSÍ hvergi þar nærri. Það væri því með réttu hlutverk

stjórnar MSÍ að breyta reglum á þann veg að banna þáttöku útlendinga

(sé það á annað borð hugur meirihluta hjólamanna) og ég sé ekki að

mönnum sé stætt á að gera það þegar komið er inn í mitt sumar og

keppnistímabilið hafið. Það yrði þá frekar að skoða það mál fyrir

næsta keppnistímabil.

Kveðja

Aron Reynisson

Form. AÍH og stjórnarmaður í MSÍ.

Skildu eftir svar