Útlendingaumræðan frá Kalla Katoom

Til umhugsunar II

Mikil umræða hefur verið um hvernig eigi að taka á málum Micke Frisk varðandi þáttöku hans í Íslandsmótinu í Enduro / MX. Mjög skiptar skoðanir eru á málinu og verð ég að vera algjörlega ósammála greinum Heimirs Barðasonar og Hjartar sem að þeim ólöstuðum finnst vera hent fram algjörlega án þess að kynna sér málið. Vélhjólaíþróttaklúbburinn sem fer með framkvæmd og stjórn Íslandsmótsins er aðili að ÍBR (Íþróttabandalagi Reykjavíkur) sem er íþróttahérað innan ÍSÍ. VÍK er einnig aðili að MSÍ (Mótorsportsambandi Íslands) sem stofnað var árið 2000 til að vera í forsvari fyrir 2-3 og 4 hjól ásamt vélsleðum.

Árið 1999 var félagslögum VÍK breytt til að þau væru til samræmis við kröfur ÍSÍ og gekk VÍK inn í ÍBR (ÍSÍ).

Mikil vinna hefur að undanförnu verið lögð í drög að stofnun sérsambands innan ÍSÍ

til að fara með öll málefni vélhjóla og vélsleða íþróttafélaga í landinu.

Til að við getum fengið sérsamband innan ÍSÍ þurfum við að fara eftir lögum ÍSÍ, það er klárt mál.

Heimir bendir réttilega á það að ekki er fjallað um þáttöku erlendra keppanda í Íslandsmeistaramótum innan VÍK / MSÍ.

Það sem ekki er bannað þarf ekki endilega að vera leyft !

Þetta er hreinlega ný staða sem ekki hefur komið upp áður.

Sem fyrr segir er VÍK aðili að ÍBR ( sjá http://www.isisport.is/isinew/adilar/ ) og erum við sannanlega aðilar að ÍSÍ með þeirri aðild.

Í móta og keppnisreglum ÍSÍ kemur fram undir 2. kafla. þáttökureglum 7. grein að útlendingi er heimil þáttaka í flokkaíþróttum en þáttökurétt í Íslandsmeistaramóti í einstaklingsíþrótt öðlast erlendur ríkisborgari ekki fyrr en eftir a.m.k. 3 ára samfellda búsetu á Íslandi (sjá reglur: http://www.isisport.is/isinew/um_isi/reglugerdir/Mota%20og%20keppendareglur%2020020428.PDF )

Ég er hinsvegar nokkuð sammála Heimi og Hirti um ágæti þess að fá hingað erlenda keppendur og er framtak Þórs og Micke aðdáunnarvert og það sem þeir eru að gera, enda snýst þetta mál ekki um persónurnar sem hlut eiga að máli að þessu sinni heldur um hefðir og reglur íþróttahreyfingarinnar í landinu þegar kemur að keppnishaldi.

Alþjóðlegar keppnir eins og á Klaustri er rétti vettfangurinn fyrir erlenda þáttakendur og eða sem gestir í Íslandsmótinu, samanber Álfsnes ´03.

Íslandsmeistarakeppni fellst í því að finna besta Íslendinginn.

Viljum við eða viljum við ekki fá sérsamband innan ÍSÍ ?

Stefnan hefur verið undanfarin ár í þá átt og verðum við því að aðlaga okkur að reglum ÍSÍ.

Með kveðju,

Karl Gunnlaugsson

Skildu eftir svar