Byrjunarhnökrar á skráningarkerfinu

Skráningarkerfið er búið að hökta aðeins núna á fyrstu metrunum en helstu böggarnir hafa verið lagaðir í dag og nú á kerfið að vera í lagi.
Nú er hægt að skrá sig í keppni með því að slá inn keppnisnúmer. Einungis þeir sem hafa greitt félagsgjald hafa þó keppnisrétt og því gefst mönnum nú kostur á að greiða félagsgjaldið samhliða keppnisgjaldinu ef greitt er með kreditkorti.
Þeir sem ekki eru skráðir í félag fara inn á linkinn „Borga félagsgjöld“ og skrá sig þar og velja félag en um leið geta þeir greitt félagsgjaldið. Þeir geta svo farið á linkinn „sækja um númer“ og valið þar úr lausum keppnisnúmerum. Eftir það geta þeir skráð sig í keppnir.
Félagsmenn annarra klúbba geta skráð sig inn í gagnagrunninn og greitt félagsgjöld síns félags sem við skilum þá inn til viðkomandi félags. Ef menn eru búnir að borga gjöld sinna klúbba ( annara en VÍK ) á annan hátt og eru með keppnisnúmer, þá verður að senda póst á vik@motocross.is til að tengja mann við númer handvirkt. Stefnan er síðan sú að allir klúbbar geti haldið utan um sína félagsmenn í gegnum þetta kerfi.
Hákon Ásgeirsson fyrrverandi formaður og Kristinn Örn forritari hafa hannað þessa veflausn fyrir VÍK sem er algjör bylting í utanumhaldi um keppnir og félagatöl klúbbanna og er full ástæða til að þakka þeim og hrósa fyrir gott verk.
Kveðja, Keli

Skildu eftir svar