Snæfellsjökull

Árleg tilraun til að komast á Snæfellsjökul um áramót, sem er sennilega einn ruglaðasti tími ársins til þess, var gerð á annan í jólum. Leiðangurinn er gerður út frá Hafnarfiði undir nafninu “ Heimskan vinnur fyrir rest“ og er gerður til úrvinnslu á jólamat.

Toggi & Væringinn ásamt 4 félögum djöfluðust frá birtingu og fram í myrkur, og komust skellihlæjandi um 2/3 áleiðis og ca. 2 jólalítrum léttari.

Staðan er sem sagt: 3-0 fyrir jöklinum.

Skildu eftir svar