Nánar um Stimpilhringina – útgáfupartý

Geisladiskur Stimpilhringjanna er gefinn út í tilefni af 25 ára afmæli V.Í.K og hefur öll vinnsla hans til þessa verið „TOP SECRET“

Diskurinn heitir að sjálfsögðu „Í BOTNI…“

Á honum eru átta þjóðkunn lög sem öll eru beint úr smiðju þessarar ótrúlegu framsæknu hljómsveitar. Flestir ykkar hafa heyrt suma þessara standarda eins og „Blindhæð & Beygja“ og „Hafsteinn Hestafl“ Enda hafa Stimpilhringirnir tryllt upp á sviði á öllum árshátíðum klúbbsins nema þeirri seinustu.

Blindhæð & Beygja er í nýrri og óþekkjanlegri útgáfu á þessum frábæra geisladisk.

Fleiri lög en þessi átta hafa Stimpilhringirnir ekki samið. Þetta er semsagt allur lagabálkurinn og hefur Diskurinn því ótvírætt söfnunargildi.

Sándið er geggjað og krafturinn ógurlegur…………..Það er allt að springa!!!!!

Má með sanni fullyrða að þessi diskur er framar öllum öðrum hljómdiskum sem um mótorhjól fjalla. Sumir vilja ganga svo langt að segja að hér sé á ferðinni „Best varðveitta leyndarmál íslenskrar Mótorhjólatónlistar“!!!!

Þeir örfáu sem diskinn hafa heyrt, eru breyttir menn á eftir………….

Allir meðlimir gefa sína vinnu og hugsanlegur hagnaður rennur óskiptur til okkar félags. Því er það von okkar að menn kaupi afmælisdiskinn handa öllum sem þeir þekkja, einnig ömmu og afa.
Stimpilhringirnir.

Útgáfuteitið verður haldið n.k. föstudag kl. 20:00 á Chefs (áður Kebab-húsið) Grensásvegi 3 við hliðina á Pizza Hut. Þar verður í fyrsta skipti leikinn nýi diskurinn með Stimpilhringjunum, „Í botni“, ásamt því að hægt verður að að tryggja sér eintak og jafnvel fá það áritað af hljómsveitarmeðlimum. Einnig verður hægt að kíkja á Idol þáttin til kl. 9:30 en þá verður sýnt frá fyrstu Supercrosskeppnina í USA undir styrkri stjórn Reynis og Inga McGrath. Hægt er að fá sér að borða á staðnum og stór bjór verður á Stimpilhringjatilboði á kr. 400,- og snaffs á 250,- Ekki klikka á Stimpilhringjunum og Supercrossi á föstudaginn!!! Skemmtinefndin

Skildu eftir svar