Svínhagi

Á laugardaginn var brautin lögð og er hún um 15 km löng.  Það voru 13 vaskir sveinar sem komu að lagningu hennar.  Þetta voru Grettir, ´Guðberg, Kalli, Gulli, Ingvar Hafberg, Helgi Valur, Bergmundur og Sigurður frá Hveragerði ásamt syni sínum honum Hirti.  Einnig komu í stutta stund 85cc tríóið sem fluttir voru í Svínhaga af Ómari úr Grindavík ásamt frú sem bauð upp á veitingar.

Það þurfti einnig að rífa girðingu sem var í kringum „pittsvæðið“ og var notaður Raminn hans Guðbergs og Fordinn hans Sigurðar.  Með þessum amerísku tryllitækjum tók þetta ótrúlega stuttan tíma, en band var sett í girðinguna, húkkað á krókinn og ekið af stað og við þetta spíttust upp staurar með miklum látum.  Dregið var í hrúgu þar sem Grettir beið með gröfu og tók draslið upp á vörubíl og fjarlægði síðan.

Brautin er að mestu tilbúin, en það á eftir að setja slaufur á stikurnar og breyta brautinni aðeins vegna hættu sem er í brautinni á einum stað.  Verður hún stytt á einum stað um 1 km, en lengd í staðin á öðrum um svipaða vegalengd.

Á föstudagsmorgun mun ég fara í það að laga restina og setja slaufur á stikurnar.  Ef einhver hefur áhuga er þeim sama velkomið að hjálpa mér og jafnvel fá far austur, en síminn hjá mér er 660-4028.

Veðurspáin er góð og ætti að vera hægt að vera í tjaldi þarna um helgina, en Viggó kom með skúr sem klúbburinn fékk gefins til að nota sem salernisaðstöðu.  Skúrinn verður þarna áfram fyrir en með þessu er komin upp góð aðstaða til að vera við æfingar í Svínhaga um helgar.  Þess ber að geta að það er bannað að hjóla utanvega hvar sem er í landinu og mun keppnisstjórn sýna í máli og myndum hvar má aka í landi Grettirs „hins góða“ í framtíðinni.

Hjörtur Líklegur keppnisstjóri.

Skildu eftir svar