Vefmyndavél

Svínahirðirinn 2003

Alltaf eru fleiri og fleiri að tilkynna þáttöku sína í Svínahirðinum 2003 og keppnisgreinum fer enn fjölgandi. Sú nýjasta er, besti Mýflugnabaninn, en glæsileg verðlaun eru fyrir þann sem nær að drepa flestar mýflugur yfir helgina. Verðlaunin eru viku dvöl fyrir fjóra í tjaldi við Mývatn. Steini Spil hefur staðfest komu sína ásamt hluta af Stimpilhringjunum, en tveir af meðlimum sveitarinnar eru uppteknir við spilamennsku með Rolling Stones og komast því ekki á hátíðina. Annars er bara allt á fullu við að undirbúa komu hátíðargesta og allt er að verða klárt á svæðinu, sólin komin á sinn stað, lömbin farin að jarma og fuglarnir að syngja.  Skemmtinefndin.

Leave a Reply