Vefmyndavél

Svínhagi 2003

Meiri háttar spenna og frábær skemmtun. Í dag fór fram þriðja og fjórða umferð Íslandsmótsins í Enduro. Hátt í hundrað keppendur og með hverjum og einum voru aðstoðarmenn, vinir og fjölskyldur. Má segja að yfir 300 manns hafi verið mættir.

Sigurvegari dagsins var Einar Sigurðsson á KTM. Viggó Viggósson á TM landaði öðru sæti og Haukur Þorsteinsson á Yamaha því þriðja.

Hlutirnir gengu mjög vel fyrir sig. Keppnishaldið og tímatökumálin gengu eins og í sögu. Ekki er algengt að óhöpp verði á þessum keppnum, enda hafa þær verið haldnar skipulega frá 1996.

Þrír keppendur þurftu hinsvegar á aðstoð lækninsins. Einn fékk verkjatöflu þar sem hann tognaði í öxlinni. Annar úlnliðsbrotnaði og sá þriðji fór úr axlarlið. Ekki reyndist unnt að kippa honum í lið þar sem hann var vel stæltur og hafði enginn nægilegt afl til að kippa öxlinni í lið. Var hann fluttur með sjúkrabíl og situr líklega núna, horfandi á sjónvarpið heima hjá sér, með hálfan líkamann stútfullan af vöðvaslakandi lyfjum.

Búið er að birta úrslitin og uppfærða stöðuna í íslandsmótinu. Vefstjóri er í útilegu eins og flestir áhugasamir akstursíþróttamenn. Hausinn er stútfullur af fréttum en grillið er orðið heitt. Vefurinn mun því ekki birta nánar fréttir fyrr en annaðkvöld eða á mánudaginn.

Leave a Reply