Svínahagi

Um helgina á að leggja endurobrautina fyrir keppnina 21 júní og er meiningin að byrja kl 10:00 á laugardag.  Það veltur á því hvað margir koma að því verki hversu langan tíma það tekur.  Því fleiri, því betri braut og lengri.  Þess vegna eru allir hvattir til að mæta og svo verður náttúrulega hjólað á svæðinu.

Ef vonir mínar rætast um mannskap ætti að vera hægt að hjóla frá kl. 16:00 og fram eftir kvöldi í þessu frábæra hjólalandi.  Grettir „hinn góði“ verður á staðnum og mun upplýsa hvar má hjóla í landi hans og er það ekkert smá svæði sem hann er að bjóða upp á.  Virðum kröfur Grettis og þá fáum við vonandi hjólalandsparadís framtíðarinnar.  Sjáumst.  Hjörtur Líklegur

Skildu eftir svar