Íslandsmótið í motocrossi

Íslandsmótið í motocross virðist ætla að fara af stað með miklum látum. 62 keppendur eru skráðir til leiks og hefur annað eins ekki sést síðan crossarar urðu vatnskældir.

Alls eru 16 skráðir í unglingaflokk þar af tvær stelpur sem er í fyrsta skipti sem fleiri en ein keppir í einu. Ljóst er að spennan í stelpuflokknum verður mikil.

Rétt er að láta fjölskylduna fjölmenna á svæðið og fylgjast með tilþrifunum.

Keppendur eru beðnir um að kynna sér vel dagskrá dagsins, allt frá mætingu og fram eftir degi. Nokkrar breytingar hafa orðið og ljóst er að tveir keppendur mun falla úr Meistaradeild niður í B-deild svo tímatökurnar eiga eftir að skipta máli. Svo er rétt að geta þess að unglingaflokkarnir eru tveir þ.e. minni og stærri. Miðað er við 12-13 ára í minni flokknum og 14 til 17 ára í stærri en einhverjar undantekningar eru þó á þessu meðan verið er að slípa til reglurnar.

Smá leiðrétting var gerð á skráningu en einn keppandi var færður úr B yfir í Meistaradeild.  Góða skemmtun.  Stjórnin

Skildu eftir svar