2nd Arctic-Trucks enduró áskorun!

Nú á laugardaginn 28.06 munum við í Arctic Trucks bjóða til sannkallaðrar enduró veislu!  Allir sannir enduró menn eru því vinsamlegast beðnir um að mæta í Skálafell kl.9:30 á laugardagsmorgunn.

Lagt verður af stað frá Skálafellsafleggjaranum kl. 10:00 stundvíslega, farið verður síðan um Þingvelli, upp Lyngdalsheiði (norður) og stoppað á Laugarvatni þar sem fyllt verður á bensín, hægt verður að setja bensín í trúss bílinn eða taka með sér pening og kaupa bensín á Laugarvatni. Grillið verður að sjálfsögðu með í för og fullt af „Keti og Smjeri“ svo allir geti troðið duglega í sig hvort sem þeir eru á bláum, gulum, appelsínugulum eða grænum hjólum.  Haldið verður svo áfram með mannskapinn vel nærðan upp Lyngdalsheiði (suður) að Ljósafossi, yfir Mosfellsheiði og komið til baka í Skálafell.

Gulli „Sonax“ og Yamaha Haukur eru keppnis menn í Yamaha liðinu og einir af fremstu enduró ökumönnum landsins og munu þeir leiða hópinn ásamt því að taka létta enduró kennslu á leiðinni.  Mætum með góða skapið og gerum þennan laugardag að ánægjulegum og eftirminnilegum enduró degi.

Ath. Öllum er boðið að taka þátt í þessari ferð með okkur, þeim að kostnaðarlausu.   F.h. Arctic Trucks Sigurjón Bruno

Skildu eftir svar