Team KTM 2003

Þar sem komnar eru hugmyndir í fréttum á Motocross.is um Team KTM fyrir næsta ár er rétta að bæta við.  Hugmyndir hafa verið uppi í herbúðum KTM að vera aðeins með 2 ökumenn fyrir 2003 þá Einar og Helga Val.  Eftir að Mikki, Ismael og Árni bættust í hópinn að ógleymdum Hanna að þá lítur út fyrir að það verði haldið áfram með lið.  Hugmyndin er að vera með eitt stórt Team KTM sem verður undir sama hatti (KTM tjaldinu) þó er líklegt að því verði skipt þannig að Einar KTM 450 EXC / SX, Helgi Valur KTM 525 EXC / SX og Hanni KTM 450 SX verði í Team KTM / Coca-Cola / Shell / KitKat og Mikki KTM 250 SX, Ismael KTM 250 SX og Árni KTM 450 SX verði í Team KTM / ? / Shell / FOX.  Líklegt er á þessari stundu að þó verði aðeins eitt lið „Team KTM“ sem telji stig og verði valdir bestu 4 ökumennirnir úr báðum liðunum til þess.  Víst er að nokkrir liðsmenn ætla í æfingabúðir til Svíþjóðar og stefnt er á allavega 2 stórar erlendar keppnir í byrjun árs og lok árs. Team KTM / Karl Gunnlaugsson

Skildu eftir svar