Slys

Eftirfarandi er tekið beint af mbl.is.

Kastaðist af bifhjóli.
Laust eftir klukkan tvö í dag var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um bifhjólaslys. Þrír menn voru saman á ferð í Hlíðarfjalli á svonefndum mótorkrosshjólum þegar eitt hjólið lenti ofan í holu með þeim afleiðingum að það endastakkst og ökumaðurinn kastaðist af því.
Hann skarst í andliti og talið er að hann hafi beinbrotnað, hugsanlega kjálkabrotnað. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann var með hjálm og sérstaka brynju sem mótorkrossmenn nota gjarnan.

Skildu eftir svar