Shock Wars II

Baráttan um yfirráðin í heiminum halda áfram. Einhverjar gróusögur hafa verið að berast vefstjóra um plat og ekki plat í slagsmálum verkstæðanna um að fá að skipta um olíu á dempurum landsmanna.
Vefurinn fór því á stúfana og kannaði sannleiksgildi þessara sagna. Reyndist þetta vera bull frá upphafi. Bæði verkstæðin, þ.e. Vélhjól & Sleðar og Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur taka demparana í sundur, hreinsa þá og yfirfara áður en olía og gas er sett á.
Munurinn er hinsvegar sá að Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur bíður aðeins árshátíðargestum (þeim sem eiga miða í matinn) upp á þessa þjónustu og endar tilboðið í dag. Skv. áreiðanlegum upplýsingum hafa þeir fengið dempara af um 15 hjólum þegar þetta er skrifað.
Verkstæði Vélhjól og Sleða sem komu þessu af stað með því að bjóða þessa þjónustu á hlægilegu verði taka við dempurum frá öllum og gildir þeirra tilboð í nokkrar vikur, eða þar til allt er komið á kaf í snjó og verkstæðið farið að fyllast af vélsleðum. Menn hafa því „líklega“ tíma fram að áramótum til að nýta sér þeirra tilboð.

Skildu eftir svar