Hvaleyrarvatn

Búið er að mæla ísinn á Hvaleyrarvatni. Hann er spegilsléttur og 5 cm þykkur að meðaltali. Við þurfum að minnsta kosti 10 cm þykkan ís til þess að það teljist öruggt að hjóla á honum. Veðuspáin gerir ráð fyrir að það slakni á frostinu á föstudag og laugardag en síðan frysti aftur. Við getum því vonandi hjólað á ís í næstu viku. Eins og í fyrra er mælst til þess að ekið sé að Hvaleyrarvatni um Krísuvíkurveg en ekki í gegnum hesthúsahverfið. Einnig að bílum sé lagt við vestari enda vatnsins.

Skildu eftir svar