Fjör á Breiðstræti

Eftir allt upphlaupið í vor þá hefur Sýslumaður Reykjanebæjar blásið í lúðrana aftur.  Suðurnesjamenn eru komnir á fullt við að stofna félag þar sem leyfi bæjaryfirvalda dugar ekki til.  Er það mál komið á fullan skrið og hvetur vefurinn sem flesta að skrá sig í félagið, en það verður stofnað á næstu dögum.  Vefurinn auglýsir eftir email eða símanúmeri sem hægt er að birta og menn geta skráð sig í.

VÍK, VÍV, VÍH og fleiri félög, ásamt Landgræðslunni, Skógræktinni og fleiri samtökum hafa stefnt að því að koma þessum hjólum út úr bakgörðum íbúa, af fjöllunum og inn á lokað svæði.  Leyfi bæjaryfirvalda liggur fyrir í Reykjanesbæ, en eftir er að stofna félagið og sækja um leyfið til Sýslumanns.  Þessi vinna mun taka einhverja daga, ef ekki nokkrar vikur.  Þ.e. að ganga frá formsatriðum og pappírsvinnu.  Þangað til er það von vefsins að Sýslumaðurinn á Reykjanesi sýni smá skynsemi og reki ekki þessi hjól af lokuðu svæði, upp í fjöllin, yfir kartöflugarða Reykjanesbúa.

Sýslumaður er búinn að benda á hvað eftir er að gera.  Vinnan er hafin.  Yfirvöld verða að gefa svigrúm til að hægt sé að leysa þetta á eðlilegan hátt.  Þetta má ekki fara út í einhverja vitleysu, sbr. að bifreið verður eineygð á miðri Reykjanesbraut og lögreglan stoppar viðkomandi á 700m millibili og sektar.  Það verður að gefa viðkomandi tækifæri til að komast á næstu bensínstöð, til að skipta um peru.

Skildu eftir svar