Vefmyndavél

Kjaftasögurnar fljúga

Vefnum barst fyrr í kvöld áreiðanleg heimild þess efnis að Bílabúð Benna væri búinn að kaupa Husqvarna umboðið og ætlaði að hefja sölu á allri Husqvarna línunni ásamt öllum tilheyrandi búnaði.  Ekki náðist samband við hlutaðeigandi og var fréttin því birt þar sem heimildin þótti traust.
Núna rétt áðan náðist samband við Snorra Bragasson hjá Gagna ehf. og staðfesti hann að Bílabúð Benna hefur EKKI keypt umboðið.  Einhverjar viðræður voru í gangi en þær runnu út í sandinn.  Snorri sagði að nokkrir aðilar hefðu haft samband við sig undanfarnar vikur og óskað eftir að kaupa umboðið af honum, á stundinni, eins og hann orðaði það en ekkert orðið af því.
Það staðfestist hér að Gagni ehf. hefur ekki selt umboðið.  Hefur hann nú þegar lagt „fyrirfram“ pöntun á 53 Husqvarna hjól og gerir ráð fyrir að að selja a.m.k. 40 Husqvarna hjól á árinu.

Leave a Reply