Fréttatilkynning frá KTM

Gleðilegt Ár og þökkum liðin.
Nýtt keppnisár er framundan og miklar breytingar hafa orðið á skipan keppnisliða fyrir 2002. Team KTM Ísland er engin undantekning frá því.  Viggó Viggósson hefur sagt skilið við liðið eftir 2 góð ár og Moto-Cross titil 2000 og  Enduro titil 2001, við þökkum Viggó fyrir frábæran árangur og óskum honum velfarnaðar í  nýju keppnisliði á komandi tímabili.

Team KTM Ísland Shell – Coca-Cola – KitKat 2002 verður skipað eftirfarandi ökumönnum.
Einar Sigurðarson #4 KTM 520 SX / EXC
Helgi Valur Georgsson #5 KTM 380 SX / 520 EXC
Guðmundur Sigurðsson #9 KTM 380 EXC
Gunnar Þór Gunnarsson #15 KTM 300 EXC
Liðsstjórn: Karl Gunnlaugsson & Sigurjón Bruno Walters.

Skildu eftir svar