Nafnaruglingur

Kjartan Kjartansson í enduro.is hefur fundið sig knúinn til að koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri.

Á rally.is hefur verið sett fram mannskemmandi grein um nokkra af forkólfum bílasportsins. Ekki ætla ég að rekja efni greinarinnar þar sem það er ekki prenthæft.
En ég varð fyrir því óláni að sá sem skrifaði þessi skilaboð notaði nafnið Tralli. Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá hef ég notað sama nafn á korknum enduro.is, og reyndar verið kallaður þessu gælunafni lengur en ég man.
Ég vil bara að menn viti að ég kom ekki nálægt þessum skrifum.
Kveðja
Kjartan Kjartansson

Skildu eftir svar