Motocross braut í Hafnarfirði

Barátta VÍH fyrir motocross braut í Hafnarfirði er farin að skila árangri.  Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eru búin að setja inn í aðalskipulag sitt að VÍH fái úthlutaða braut til afnota, 3-4 km langa.  Eru yfirvöld í Hafnarfirði nú að skoða hugsanlega staðsetningu í samráði við önnur akstursíþróttafélög í Hafnarfirði.  Aðalatriðið er að brautin er komin inn á skipulag og mun því verða að raunveruleika.

Skildu eftir svar